FJÁRÖFLUN - FJÁRÖFLUN - ALLIR AÐ LESA....

neðangreind frétt birtist í Grafholtsblaðinu sem að kom út fyrir helgi. Við ætlum að láta þetta nægja ásamt tilkynningu á facebook þegar nær dregur og ekki ganga með miða í hús.

 

Þeir sem að eiga eða geta fengið lánaðan sendiferðabíla hvort sem að þeir eru litlir eða stórir endilega hafið samband á flaskaogdos@gmail.com sem fyrst.

 

Mæting kl. 18.00, miðvikudaginn 3. apríl við Húsasmíðjuna og við FRAMheimili Safamýri.

 

Skiptingin verður: iðkandi = 1 hlutur, fullorðinn m/bíl = 1 hlutur.

 

 

Fjáröflun hjá 3. og 4. flokki karla og kvenna í fótboltanum

Strákar og stelpur í 3. og 4.flokki Fram í fótbolta verða með flösku- og dósasöfnun í Grafarholti og Úlfarsárdal ásamt Safamýrar- og Háaleitishverfum þann 3. apríl næstkomandi. Krakkarnir eru að safna upp í kostnað við æfinga- og keppnisferð til Spánar í sumar.  Við sama tækifæri verður safnað farsímum, fartölvum, MP3 spilurum, leikjavélum, netlyklum, stafrænum myndavélum og stafrænum upptökuvélum sem fólk vill losna við.  Engu máli skipti hvort tækin eru ný eða gömul, nothæf eða ónýt.  Fyrir þetta fæst smá peningur en tækin verða seld til endurnýtingar í samstarfi við Græna Framtíð (http://www.graenframtid.is/). 

Bankað verður upp á hjá fólki en einnig má setja poka með flöskum eða tækjum fyrir utan hurð og senda póst á netfangið flaskaogdos@gmail.com og verður það þá sótt. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fá stelpurnar ekki frí á miðvikudaginn, svo þær geti tekið þátt í söfnuninni?

Erna Bjork (IP-tala skráð) 1.4.2013 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband