FUNDUR Í EGILSHÖLL 10.12 OG LEIKUR+ ÆF. Á SAMA TÍMA - ALLIR AÐ MÆTA

Sæl öll,

 

Á foreldrafundinum sem að haldinn var í síðustu viku var ýmislegt rætt. Magnea sagði frá því að stelpurnar væru búnar að vera duglegri að mæta í vetur en í fyrra og væru mjög einbeittar og áhugasamar að gera vel á æfingum og bæta sig, hún er mjög ánægð með þær.

 

Stefnt er að því að hafa gistinótt í FRAM heimilinu í janúar. Þá myndu þær koma þangað á föstudagskvöldi, leika sér í salnum, borða pizzu og gista svo.

 

Umræðan um mót gekk hratt fyrir sig, þar sem að nánast ekkert er í boði fyrir þennan aldursflokk. Var strax farið að tala um utanlandsferð.

 

Heilmikið var talað um utanlandsferð og hvað væri hægt að gera, flestir væru á því að stelpurnar vildu fara nógu langt í suður og fylgir þessum pósti bæklingur af mjög þægilegu lokuðu svæði á Spáni sem er mjög skemmtilegt og öruggt að fara með unga krakka í æfingabúðir og einnig bjóðast æfingaleikir þar. Stutt keyrsla í t.d. vatnsrennigarð, strönd búðir o.fl. 4kk fer þangað um verslunarmannahelgina.

 

Ekki var hægt að taka ákvörðun um utandlandsferð, þar sem að fáir mættu. Þannig að nú er boðað aftur til fundar á undan leik sem að stelpurnar eiga í Egilshöll 10. desember kl. 17.40 (sami tími og þær eiga að mæta) leikurinn er svo kl. 18.30.

 

Fyrir fundinn ætlum við að biðja ykkur um að kanna áhugan heima fyrir á því að fara til útlanda með fótboltanum. Hvert, hvenær (júní/ágúst - ódýrast), hvernig ferð (æfingabúðir/mót) o.fl. Ef að þið hafið fleiri hugmyndir, þekkið til einhversstaðar eða eitthvað sem að ykkur dettur í hug, endilega sendið það á FRAMstelpur@gmail.com og við kynnum það fyrir foreldrum.

 

Svona ferðir eru yfirleitt alltaf með öllu innifalið, flugi, keyrslu, mat, vatni, æfingagjaldi o.fl. Verð sem að eru gefin uppí dag eru um 150.000 pr. barn og þá á eftir að skipta upp kostnaðinum vegna þjálfara og fararstjóra, sem fer eftir fjölda og gæti þetta því orðið um 170.000. Mjög óábyrg tala, bæði í plús og mínus.

 

Við megum byrja með frumlegar fjáraflanir strax og svo hefðubundnar frá 1. mars, þannig allir sem að hafa hugmyndir af þeim hafi samband. Það er vel hægt að safna fyrir svona ferð á rúmlega hálfu ári, með samstilltu átaki.

 

Einnig bráðvantar ferðanefnd.

ATH - ATH - ÞEIR SEM EKKI HAFA FENGIÐ PÓST VINSMALEGAST SENDIÐ UPPLÝSINGAR

Á FRAMSTELPUR@GMAIL.COM -

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Váááá mig langar ótrúlega mikið að fara til spánar!!!!

Júlíana Dögg (IP-tala skráð) 8.12.2012 kl. 20:33

2 identicon

Valdís Rut getur þú mætt kl. 17.40 með systur þinni ???????

magnea (IP-tala skráð) 9.12.2012 kl. 22:12

3 identicon

Jónína Hlín datt á klaka í skólanum og  á erfitt með gang :(  Mætir á eftir óvíst hvort hún getur spilað allan leikinn.

Ásta (IP-tala skráð) 10.12.2012 kl. 14:53

4 identicon

Verður æfing hjá 3. flokki á mánudaginn?

Perla (IP-tala skráð) 10.12.2012 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband